Samið vegna starfsmanna SÁÁ

Skrifað var undir kjarasamning í kvöld á milli SFR og SÁÁ en samningurinn nær til félagsmanna sem starfa sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar og dagskrárstjórar. Þetta staðfestir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, í samtali við mbl.is.

Samningurinn fer í framhaldinu í kynningu á meðal félagsmanna SFR og síðan verða greidd atkvæði um hann en gert er ráð fyrir að niðurstaða liggi fyrir á 12. febrúar. Spurður um efni samningsins segir Þórarinn að hann fylgi meginlínum samninga sem gerðir hafa verið meðal annars við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert