Hekla flytji í Mjódd

Starfsemi Heklu hefur verið við Laugaveginn í marga áratugi.
Starfsemi Heklu hefur verið við Laugaveginn í marga áratugi. mbl.is/ÞÖK

Borgarráð hefur samþykkt að hefja viðræður við bílaumboðið Heklu um mögulegan flutning fyrirtækisins af Laugavegi og upp í Mjódd. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri greinir frá þessu í netpósti sínum í kvöld.

Borgarstjóri segir þetta verkefni mjög spennandi. Fari Hekla af Laugaveginum losni um stórt svæði þar undir íbúðir og atvinnustarfsemi. Jafnframt geti flutningar þessir, verði af þeim, styrkt athafnalíf í Mjóddinni.

Af öðrum uppbyggingarsvæðum nefnir Dagur B. Eggertsson að Barónsreitir hafi nú verið samþykktir í nýju deilskipulagi sem gerir ráð fyrir yfir 200 nýjum íbúðum á svæðinu. Í Vesturbugt verði reistar 170 nýjar íbúðir samkvæmt skipulagi sem staðfest var af borgarstjórn í vikunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert