Laus úr gæsluvarðhaldi vegna bruna

Eldurinn var mikill í upphafi.
Eldurinn var mikill í upphafi. ljósmynd/Vilhjámur H. Guðlaugsson

Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa kveikt í Hótel Ljósalandi í Saurbæ í Dalabyggð aðfaranótt 31. janúar sl. hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Að sögn lögreglu á Vesturlandi miðar rannsókn málsins vel. Ekki eru fleiri grunaðir um aðild að því.

Laust fyr­ir klukk­an fimm að morgni 31. janú­ar barst til­kynn­ing um að ölvaður maður gengi ber­serks­gang við Hót­el Ljósa­land og fór lög­regla á vett­vang. Um hálf­tíma síðar barst til­kynn­ing­ um að eld­ur væri laus í bygg­ing­unni og var slökkvilið kallað út.

Maður­inn var hand­tek­inn á staðnum og færður í fanga­klefa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert