Skipt um fulltrúa í alþjóðanefndum

Brynjar Níelsson verður fulltrúi í Norðurlandaráði í stað Elínar Hirst.
Brynjar Níelsson verður fulltrúi í Norðurlandaráði í stað Elínar Hirst.

Stjórn þingflokks sjálfstæðismanna hefur ákveðið nokkrar breytingar á skipan fulltrúa flokksins í alþjóðanefndum Alþingis.

Hanna Birna Kristjánsdóttir verður varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins. Brynjar Níelsson verður fulltrúi í Norðurlandaráði í stað Elínar Hirst. Elín hefur lýst yfir óánægju með að þurfa að víkja úr sæti sínu.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokksins, segir að kapallinn hefjist vegna þess að skipta þurfi um fulltrúa í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins. Unnur Brá Konráðsdóttir var kosin varaformaður á síðasta ári í stað Brynjars Níelssonar til þess að fullnægja reglum ráðsins um kynjakvóta. Íslendingar höfðu kosið þrjá karlmenn í deildina, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert