Bitnar á þeim sem síst skyldi

mbl.is/Eggert

Félag íslenskra sérkennara fordæmir og mótmælir áframhaldandi niðurskurði Reykjavíkurborgar á fjármagni til sérkennslu í leik- og grunnskólum.

„Niðurskurður þessi gerir það að verkum að þjónusta við þá nemendur sem hvað mesta aðstoð þurfa mun skerðast enn frekar. Það er mikilvægt að halda áfram að hlúa að þörfum nemenda með sérþarfir og koma til móts við þá á þeirra forsendum,“ segir í tilkynningu félagsins.

Fram kemur að með niðurskurðinum er ekki verið að fylgja eftir stefnu Reykjavíkurborgar um skóla án aðgreiningar. Það séu hörmuleg tíðindi fyrir þá sem höllum fæti standa. Niðurskurðurinn bitni á þeim sem síst skyldi. Hvatt er til þess að látið verði af niðurskurði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert