Gengið að óskum í Reynisfjöru

Adolf Árni varðstjóri stóð vaktina í Reynisfjöru í dag og …
Adolf Árni varðstjóri stóð vaktina í Reynisfjöru í dag og sést hér sitja fyrir ásamt fararstjóra. mbl.is/Jónas Erlendsson

Lögregluvakt var í Reynisfjöru í dag og verður á næstunni eftir banaslys þar í gær. Talsverður fjöldi var af fólki á staðnum en dagurinn gekk slysalaust fyrir sig og lögreglumenn beindu varnaðarorðum til ferðafólks.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn, var á staðnum í dag. „Það hefur gengið bara ljómandi vel hérna. Mikið af fólki og við erum búnir að tala við marga,“ sagði Sveinn í samtali við mbl.is. „Við höfum verið að eiga það samtal við fólk að fara varlega og bera virðingu fyrir sjónum.“

Frétt mbl.is: Stóð á steini þegar aldan tók hann

Næsta skref verður að ráðast í hættumat á svæðinu og finna varanlegar lausnir á öryggisráðstöfunum. „Það þarf að skoða hvernig við merkjum upp svæðið og aðgreinum bílastæði og göngustíga. Sjá hvort við getum gert það á annan hátt, leitt fólk á einn stað þar sem það sér skilti sem sýnir þeim hættuna svo það sé meðvitað,“ sagði Sveinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert