Mæla loðnugöngur áfram næstu daga

Ísleifur VE að kasta nótinni á loðnumiðum.
Ísleifur VE að kasta nótinni á loðnumiðum. Ljósmynd/Börkur

Rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson verða áfram við mælingar á loðnustofninum næstu daga og auk þeirra aðstoðar grænlenska skipið Polar Amaroq við verkefnið.

Birkir Bárðarson leiðangursstjóri segir að reynt verði að ná góðri mælingu á loðnugöngum með áherslu á Austfjarðarmið að Langanesi til að byrja með a.m.k.

Fjölmörg norsk loðnuskip hafa fengið góðan afla síðustu daga, en oft hefur verið kraftur í fremsta hluta göngunnar. Mörg norsku skipanna hafa landað hérlendis síðustu daga, einkum í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði. Á þessum stöðum er loðnufrysting í fullum gangi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert