Mosfellsbær áfrýjar til Hæstaréttar

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Af vef skólans

Mosfellsbær hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að bæjarfélaginu beri að greiða íslenska ríkinu 100 milljónir króna vegna byggingar framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

Mos­fells­bæ var óheim­ilt að krefja ríkið um rúm­lega 100 millj­ón­ir í gatna­gerðar­gjöld vegna bygg­ingu fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ og í kjöl­farið skulda­jafna þá kröfu við inn­heimtu rík­is­ins á bygg­ing­ar­kostnaði, sam­kvæmt dómi héraðsdóms. 

„Ríkið og Mosfellsbær stóðu saman að byggingu framhaldsskólans. Samið var á sínum tíma um að ríkið skyldi greiða 60% kostnaðarins við byggingu skólans en bærinn 40%.

Mosfellsbær taldi sig vera í rétti til að innheimta gatnagerðargjald á grundvelli laga nr. 153/2006 þar sem skylt er að innheimta gatnagerðargjöld af fasteignum í þéttbýli án undantekninga er varða byggingu framhaldsskóla. 

Dómurinn kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að túlka beri lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla þannig að sveitarfélög skuli leggja til lóðir undir framhaldsskóla án endurgjalds og þar með talið án gatnagerðargjalda.

Mosfellsbær lítur á málið sem prófmál sem hafi áhrif á byggingu framhaldsskóla í öllum sveitarfélögum. Gatnagerðargjald er skattur og samkvæmt meginreglu laga skal túlka allar undantekningar frá greiðslu skatta mjög þröngt. Þess má geta að gatnagerðargjöld eiga að standa undir gatnagerð almennt í sveitarfélögum en ekki bara gatnagerð að þeim fasteignum sem um ræðir.

Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti í morgun að áfrýja málinu. Bæjarráð telur mikilvægt að úr því sé skorið fyrir æðra dómsvaldi hvort sveitarfélögum beri að innheimta gatnagerðargjöld vegna byggingar framhaldsskóla,“ segir í tilkynningu á vef Mosfellsbæjar. 

 Álagning gatnagerðargjalda óheimil

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert