Betra eftirlit með flutningabílum

Eftirlit með flutningabílum og ökumönnum þeirra færðist nú um áramótin til lögreglunnar frá Samgöngustofu og í gær voru lögreglumenn sem koma til með að sinna eftirlitinu við æfingar á Reykjanesbraut þar sem flutningabílar voru kallaðir í óundirbúna skoðun.

Á meðal þess sem var kannað var hæð og þyngd bíls og farms en einnig voru ökuritar skoðaðir þar sem aksturs- og hvíldartímar eiga að vera skráðir. Verkefninu eru eyrnamerktar ríflega 110 milljónir króna og eru lögreglumenn afar ánægðir með sinna nú eftirlitinu ekki síst í ljósi frétta af háskalegum akstri atvinnubílstjóra og óhappa tengdum háfermi.

Öryggi á vegum segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, eiga eftir að stóraukast: „Alveg klárlega, þetta er bara viðbót við það eftirlit sem við höfum verið að sinna.“ Þá mun verða lögð sérstök áhersla á að kanna hvort bílar séu að flytja hættulegan farm:

Í fyrstu bílunum sem voru stöðvaðir voru strax gerðar athugasemdir meðal annars vantaði kort í ökurita hjá bílstjóra sem lögum samkvæmt er skylt að vera með. Það er því ljóst að breytingarnar munu hafa mikil áhrif á þungaflutninga á þjóðvegum landsins en eftirlitið verður í höndum Lögreglunnar á Suðurlandi, Vesturlandi og N- Eystra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert