Eldsvoði í fjölbýli í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar
Vestmannaeyjar mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Allt tiltækt lið slökkviliðsins og lögreglu í Vestmannaeyjum var kallað út á sjötta tímanum í nótt vegna elds í íbúð fjölbýlishússins að Foldahrauni 42. Tvö voru í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en þau komust sjálf út úr íbúðinni.

Gústaf Gústafsson varðstjóri í slökkviliði Vestmannaeyja segir að búið hafi verið að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang en talið er fullvíst að hann hafi kviknað í eldhúsi íbúðarinnar. Slökkviliðið sá um að reykræsta íbúðina en íbúarnir höfðu vaknað við eldinn og náð koma sér út og gera neyðarlínunni viðvart um eldsvoðann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert