Víða hægt að skíða

Mörg skíðasvæði verða opin í dag, m.a. á Akureyri og Ísafirði. Hins vegar verður lokað í Bláfjöllum og í Skálafelli þar sem leiðindaveðri er spáð á suðvesturlandi í dag.

Skíðasvæði Tindastóls verður opið í dag frá kl. 11 til kl 16. 

Í Hlíðarfjalli verður opið frá 10 til 16 en þar er nú fallegt veður. 

Á Siglufirðir verður einnig opið frá kl 10-16 og útlit fyrir góðan dag.

Skíðasvæðið á Dalvík verður einnig opið frá 10 til 16. Þar er logn og hægt að fara flestar leiðir í fjallinu. 

Á Skíðasvæðinu í Stafdal verður opið frá kl 10-16 í dag. Þar er færið mjög gott, troðinn þurr snjór.

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar verður einnig opið frá 10 til 16. 

Skíðasvæðin á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Árbæ, Breiðholti og í Grafarvogi, opna öll klukkan 10:10. Til stóð að hafa opið til klukkan 16 en þar sem leiðindaveðri er spáð má búast við því að svæðunum verði lokað fyrr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert