Spáin breytist til batnaðar

mbl.is/Styrmir Kári

Svo virðist sem veðrið verði mun betra um helgina en áður var talið því samkvæmt nýrri spá Veðurstofu Íslands er gert ráð fyrir sunnan golu á morgun og yfirleitt björtu veðri en um leið köldu.

Það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Vegir á Suðurlandi eru víða auðir þótt sums staðar séu hálkublettir eða hálka, einkum á útvegum og eins þegar komið er austur fyrir Hvolsvöll.

Hæg vestanátt og dálítil él, en léttskýjað A-lands. Frost 2 til 12 stig í dag, en hiti 0 til 5 stig á Suður- og Suðvesturlandi yfir hádaginn. Sunnan gola á morgun, dálítil él sunnanlands, annars bjart veður og áfram kalt. Suðaustan 8-13 og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi annað kvöld. Víða él á sunnudag og vægt frost, en rigning eða slydda suðautanlands. Gengur í allhvassa suðaustanátt með vætu og hlýnandi veðri á mánudag, en úrkomulítið norðaustan til á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Á laugardag:
Hæg sunnanátt og stöku él, en léttskýjað NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig SV-lands, annars 0 til 8 stiga frost. Sunnan 8-13 m/s og slydda eða snjókoma á S- og V-landi um kvöldið.

Á sunnudag:
Vestan 8-13 m/s, él og vægt frost, en S-lægari og slydda eða rigning SA-lands.

Á mánudag:
Vaxandi suðaustanátt með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag:
Vestlæg átt og skúrir eða él. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig.

Á miðvikudag:
Vestlæg átt og él, en úrkomulítið A-lands. Vægt frost.

Á fimmtudag:
Snýst líklega í norðaustanátt með slyddu eða snjókomu víða um land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert