Þrefalt meiri skyrsala

Skyrið í drykkjunum og ísnum á Skyr Original er lífrænt.
Skyrið í drykkjunum og ísnum á Skyr Original er lífrænt.

Sala á íslensku skyri hefur farið vel af stað í Bretlandi. Salan er þegar orðin þrefalt meiri en kaupendur vörunnar reiknuðu með fyrirfram.

Sala á skyri á erlendum mörkuðum hefur vaxið mjög síðustu árin og hefur orðið til hagsbóta fyrir bændur og Mjólkursamsöluna. Skyrið hefur til að mynda orðið vinsælt í Finnlandi og Sviss. Erlenda starfsemin skilaði um 400 milljóna króna hagnaði á síðasta ári vegna leyfisgjalda og ágóða af framleiðslu erlendis.

Nú er íslenska skyrið að hasla sér völl á Bretlandsmarkaði. 8. febrúar hófst sala í um 200 verslunum Waitrose-verslanakeðjunnar. Í umfjöllun um mál þetta segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar MS, að salan gangi mjög vel. Stjórnendur verslunarinnar hefðu áætlað að selja 4.000 dósir á viku en í þriðju vikunni hefði salan verið komin í 12.000 dósir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert