Fá ekki leyfi fyrir Hard Rock í Lækjargötu

Bókaverslunin Iða var til húsa í Lækjargötu 2 en var …
Bókaverslunin Iða var til húsa í Lækjargötu 2 en var lokað um áramótin. Skjáskot af ja.is

Reykjavíkurborg hefur hafnað umsókn um að opna veitingastað á jarðhæð Lækjargötu 2 en þar stóð til að opna veitingastað bandarísku keðjunnar Hard Rock. Í greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að hlutfall veitinga- og skemmtistaða á svæðinu er nú þegar yfir 50%. Er þó bent á að vinna sé hafin við almenna endurskoðun á starfsemiskvótum í miðborginni.

Það var Nútíminn sem greindi frá málinu í gær. 

Í greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs kemur fram að á svæðinu sé hlutfall veitinga- og skemmtistaða á svæðinu 53%, sem er yfir 50% viðmiðinu.

„Það er því ekki hægt að heimila fleiri veitingastaði á jarðhæð götuhliða á umræddu svæði,“ segir í greinargerðinni.

Í lok desember var greint frá því á mbl.is að bóka­versl­un­inni Iðu í húsinu yrði lokað og veit­ingastaður­inn Hard Rock kæmi þar inn í staðinn. Iða var með óupp­segj­an­leg­an leigu­samn­ing til næstu sex ára í húsinu og þurfti Hard Rock því að kaupa rekst­ur versl­un­ar­inn­ar.

Hard Rock hafði lengi sýnt mik­inn áhuga á að opna aftur á Íslandi og fyr­ir nokkru tryggði fjár­fest­ir­inn og einn eig­enda Dom­in­o's Pizza, Birg­ir Þór Bielt­vedt, sér leyfi fyr­ir staðnum hér á landi. Staðurinn var áður í Kringlunni en var lokað árið 2005.

Hard Rock var í Kringlunni en var lokað árið 2005.
Hard Rock var í Kringlunni en var lokað árið 2005. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert