Mjög slæmu veðri spáð á morgun

mbl.is/Kristinn

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun en mjög slæmu veðri er spáð um allt land á morgun. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með veðurspám og ástandi vega á morgun.

Í kvöld og nótt nálgast mjög kröpp og djúp lægð landið sunnan úr hafi. Lægðinni fylgir suðaustanhvassviðri eða -stormur með talsverðri slyddu eða rigningu í nótt og fyrramálið, einkum suðaustanlands. Síðan snýst í suðvestanstorm eða -rok með éljagangi, jafnvel ofsaveðri norðvestan til, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert