Verðum „histerísk“ yfir klámi en lokuð fyrir öðru

Sigríður Dögg á málþinginu.
Sigríður Dögg á málþinginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skapa þarf meðvitaða og ábyrga neytendur þegar að það kemur að klámi. Ekki er hægt að setja allt klám undir sama hatt og er til klám þar sem fólk fær rétt greitt og tekur þátt á sínum forsendum og hefur stjórn á aðstæðunum.

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi kynfræðingsins Sigríðar Daggar Arnardóttur á málþingi sem haldið var á föstudaginn af nem­end­um í viðburða- og verk­efna­stjórn­un á Menntavís­inda­sviði Há­skóla Íslands. Yf­ir­skrift málþings­ins var  „Ef þú ekki tott­ar, þú dag­ar upp og drepst!“ en það var um kyn­hegðun, klám­væðingu og jafn­rétt­is­bar­áttu ungs fólks.

Sigríður sagðist hafa áhyggjur af því hvernig talað séum klám og hvernig væri verið að valda skömm hjá þeim sem noti klám.

„Við erum að tala um mjög stóran en líka mjög margvíslegan hlut. Ég er frekar til í að skapa meðvitaðri neytendur,“ sagði Sigríður og bætti við að það væri varasamt að ákveða að ákveðin kynhegðun væri hættulegri en önnur.

Að mati Sigríðar þarf að búa til ábyrga neytendur og tala um hvað hlutirnir eru og hvað þeir eru ekki. Benti hún á að klámnotkun væri mjög fjölbreytt. „Strákar horfa á klám á mjög margvíslegan hátt, stundum bara eins og þetta séu Liverpool og Manchester í úrslitum, bara eins og keppni. Fyrir suma er þetta afþreying sem þarf ekki endilega að vera kynferðisleg,“ sagði Sigríður.

Píkan er til en heilinn segir ekki séns

Sagði hún að konur ættu oft erfitt með að viðurkenna að þær njóti þess að horfa á klám og vitnaði í nýlega rannsókn þegar að konur voru látnar horfa á fjórar mismunandi gerðir af klámi. Um var að ræða klám sem sýndi tvær konur saman, tvo karla, karl og konu og tvo apa að makast í dýragarði. Að sögn Sigríðar var settur stautur í leggöng kvennanna til að mæla blóðflæði til legganga, þ.a. hversu mikið konurnar æstust við að horfa á klámið. Þá voru þær einnig  látnar svara spurningum um hvað þeim hafi fundist æsandi.

Áttu þær erfitt með að viðurkenna að þeim hafi eitthvað fundist æsandi en miðað við niðurstöðurnar sem stauturinn veitti var blóðflæðið töluvert allan tíman. „Píkan var bara „Loksins fæ ég að horfa á kynlíf og hafa gaman af því“,“ sagði Sigríður hlæjandi. „En heilinn er bara „Nei ekki séns.“

95% af hefðbundnu klámi drasl

Að mati Sigríðar er mikilvægt fyrir neytendur að vera meðvitaðir um klám og vinnuaflið sem þarf til að búa það til. Rétt eins og fólk sækir í ódýrar flíkur í t.d. H&M sækir það í ódýrt klám. „Neytendur þurfa að vera virkir og meðvitaðir,“ sagði Sigríður og bætti við að til væri klám þar sem fólk fær rétt greitt og tekur þátt á sínum forsendum og hefur stjórn á aðstæðunum.

„Það má gera svigrúm fyrir fjölbreytileikann því hann er það fallegasta við okkur,“ sagði hún jafnframt.

Sagðist Sigríður ekki vera hrifin af 95% af hefðbundnu klámi og sagði það drasl. „Rétt eins og 95% af matvælum eða 95% af fatnaði er drasl sem er framleitt við lélegar aðstæður af fólki á lélegum launum. Við verðum mjög „histerísk“ yfir klámi en lokuð fyrir öðru,“ sagði hún og bætti við að fólk væri ekki almennt að setja spurningamerki við vörur frá H&M.

„Þegar við erum með fólk sem gerir gott klám verðum við að styðja þau og vera tilbúin til að borga fyrir það.“

Fullt hús var á málþinginu.
Fullt hús var á málþinginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert