60 ár frá vígslu Selfosskirkju

Stefanía Gissurardóttir og sr. Sigurður Pálsson.
Stefanía Gissurardóttir og sr. Sigurður Pálsson. Úr einkasafni.

Í dag fór fram hátíðarmessa í Selfosskirkju í tilefni af 60 ára vígsluafmæli kirkjunnar 25. mars nk. Síðustu daga hefur verið haldið upp á vígsluafmælið á ýmsan hátt en kór kirkjunnar og kvenfélag hennar fagna einnig stórafmælum í ár. 

Selfosskirkja var byggð á árunum 1952 til 1956 og vígð á pálmasunnudag, hinn 25. dag marsmánaðar árið 1956. Kór kirkjunnar var stofnaður 18. mars árið 1946 og þá eru liðin 50 ár frá stofnun Kvenfélags Selfosskirkju í ár. 

Fyrsti sóknarprestur Selfosskirkju var sr. Sigurður Pálsson frá Haukatungu á Snæfellsnesi (d. 1987). Hann var sóknarprestur í Hraungerði í Flóa en flutti aðsetur sitt á Selfoss upp úr 1950 þegar fólkinu var tekið að fjölga þar. 

Í vikunni var meðal annars haldið málþing í kirkjunni um hjónin sr. Sigurð og Stefaníu Gissurardóttur. Bræðurnir Páll Sigurðarson og Ólafur Sigurðsson, synir hjónanna, voru meðal þeirra sem höfðu framsögu og söng Gissur Páll Gissurarson, barnabarn sr. Sigurðar, einnig þetta kvöld. Gunnlaugur A. Jónsson og Óli Þ. Guðbjartsson höfðu einnig framsögu. 

Selfosskirkja
Selfosskirkja Ómar Óskarsson
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði við hátíðarmessuna. Prestar kirkjunnar …
Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði við hátíðarmessuna. Prestar kirkjunnar þjónðu fyrir altari ásamt Halldóru J. Þorvarðardóttur prófasts Suðurprófastdæmi. Ljósmynd/Selfosskirkja
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert