Gert er ráð fyrir framkvæmdum til að draga úr sandburði í Landeyjahöfn

Landeyjahöfn í forgrunni, Vestmannaeyjar í baksýn.
Landeyjahöfn í forgrunni, Vestmannaeyjar í baksýn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þingsályktunartillaga að fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018, sem lögð var fram fyrir helgi, gerir ráð fyrir framkvæmdum við Landeyjahöfn sem eiga að draga úr sandburði við höfnina til frambúðar.

Gert er ráð fyrir því að þær framkvæmdir hefjist þegar það liggur fyrir að farið verði í smíði nýrrar ferju. Reiknað er með að hún komi árið 2018.

Einnig er gert ráð fyrir árlegu framlagi til viðhaldsdýpkunar Landeyjahafnar upp á 290 milljónir kr. þar til ný grunnristari ferja kemur. Gert er ráð fyrir 383,5 milljónum króna til viðhaldsdýpkunar á þessu ári en eftir það er gert ráð fyrir að hið árlega framlag muni lækka, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert