Öryggisstig ekki hækkað á Keflavíkurflugvelli

Fleiri lögreglumenn sinna nú öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli.
Fleiri lögreglumenn sinna nú öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli. Sigurður Bogi Sævarsson

Öryggisstig á Keflavíkurflugvelli verður ekki hækkað að sinni vegna árásanna í Brussel. Þessi ákvörðun var tekin á fundi vástigsnefndar sem haldin var hjá embætti Ríkislögreglustjóra nú í morgun.

„Niðurstaðan var að hækka ekki vástigið, en við höfum bætt í eftirlit uppi á flugvelli,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.

Hann segir fleiri lögreglumenn nú sinna öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli en venja er.

Öryggismál séu líka alltaf tekin til skoðunar þegar atburðir verði á borð við árásirnar í Brussel. „Eins og alltaf þegar svona kem­ur upp þá fara menn á tærn­ar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert