Fínt veður á skíðasvæðum

Við fengum þessa mynd senda í morgun af efnilegum skíðamanni …
Við fengum þessa mynd senda í morgun af efnilegum skíðamanni á Siglufirði. Skíðasvæðið Siglufirði

Það viðrar vel til skíðaiðkunar á Akureyri, Stafdal, Tindastól, Ísafirði og Siglufirði en útlit er fyrir að það verði lokað í Bláfjöllum og Skálafelli.

Tilkynningar hafa borist um veður og færi frá Siglufirði:

Opið í dag frá kl 10-16, veðrið kl 08:00 SSW gola, hiti 1 stig við skíðaskálann en um frostmark við sleppingu á Bungulyftu og er heiðskírt. Veðrið verður mjög gott í dag. Færið er troðinn þurr snjór og var allt troðið í gærkvöldi þannig að brekkur eiga að halda nokkuð vel. 

Hlíðarfjall: 

Fimmtudagurinn 24 mars, 1°c hiti og logn opið er 9-16
Skíðaskólinn er frá klukkan 10-12 eða 10-14

Stafdalur:

Það er opið í dag fimmtudaginn 24. mars á Skíðasvæðinu í Stafdal frá kl. 10-16.  Núna kl. 8 er ASA 6 og -3°C og smá éljagangur.

Skíðasvæði Tindastóls verður opið í dag frá kl 11 til kl 16. Veður er með besta móti núna kl 8:40 A 4 m/s, +0c og sólskin.

Skíðasvæðið á Dalvík er opið í dag kl 9-16 og svo verður einnig opið í kvöld frá kl 20-22 þar sem kveikt verður á grillinu og tónlist í fjallinu. 

Í dag er búið að setja upp ævintýrabraut fyrir börnin og Heldrimanna-mót fer fram í fjallinu í dag. Veðrið er með besta móti, hæg gola, 4 stiga hiti og fínt skíðafæri.

Á vef skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins er staðan ekki góð eins og er en kanna á með aðstæður aftur klukkan  10:

Lokað eins og er í Bláfjöllum. Enn er að bæta í vind og á að vera mest milli kl. 10 og 14 skv. spá. Það er þó ekki eins slæmt núna og spáin gerir ráð fyrir. Vonum að spáin hafi rangt fyrir sér með framhaldið.  Nýjar upplýsingar koma kl. 10.

Skálafell: Lokað eins og er, hér er farið að bæta talsvert í vind núna og spáin gerir ráð fyrir vindi og úrkomu fyrri part dags.  Við tökum stöðuna aftur rétt fyrir kl 10:00.

Við munum uppfæra þessa frétt eftir því sem nýjar upplýsingar berast frá skíðasvæðum landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert