Húsið troðfylltist á 20 mínútum

Mugison tróð upp með Karlakór Vestfjarða og Appollo.
Mugison tróð upp með Karlakór Vestfjarða og Appollo. mynd/Halldór Sveinbjörnsson

„Ég held ég sé búinn að fara á allar hátíðirnar en þetta hefur aldrei byrjað svona vel og fjöldinn hefur ekki verið svona mikill. Húsið var troðfullt eftir tuttugu mínútur,“ segir Halldór Sveinbjörnsson, ljósmyndari, sem var staddur á tónleikum á hátíðinni Aldrei fór ég suður í kvöld.

Tónleikarnir fóru fram í Kampaskemmunni í fyrsta sinn í kvöld og er húsnæðið stærra en verið hefur. Samt sem áður var húsið ekki lengi að troðfyllast og var þá slatti af fólki fyrir utan sem ekki komst inn að sögn Halldórs.

Hann segir veðrið hafa verið með ágætum þrátt fyrir örlitla slyddu í dag. „Það er alveg sama hvað veðurfræðingar reyna að ljúga að fólki. Það koma allir samt,“ segir Halldór léttur. „Stemningin er fyrir vestan.“

Dagskráin var fjölbreytt í kvöld og má þar t.d. nefna söngkonuna Glowie, Ladda og Agent Fresco. Mun fleiri stigu þó á svið þar sem sex gestaatriði tróðu upp með hljómsveitinni Appollo. Þar má t.d. nefna Hjört Traustason, sigurvegara Voice og Karlakór Vestfjarða.

Mikið hefur verið um að vera á Ísafirði í allan dag og mætti fólk á öllum aldri í alls kyns búningum á furðufatadag á skíðasvæði Ísa­fjarðar. Fólk á öll­um aldri mætti í alls kyns bún­ing­um og naut dags­ins. „Þetta gekk allt sam­an mjög vel, var skemmti­legt og líf­legt,“ sagði Gunn­laug­ur Grét­ars­son eða Gulli diskó, ör­ygg­is­full­trúi skíðasvæðis­ins, í samtali við mbl fyrr í dag.

Fréttmbl.is: Furðuverur á Ísafirði

Húsið var ekki lengi að troðfyllast.
Húsið var ekki lengi að troðfyllast. mynd/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert