Hrund Gunnsteins fer í Yale

Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, er á leið í Yale háskóla.
Hrund Gunnsteinsdóttir, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs, er á leið í Yale háskóla.

Hrund Gunnsteinsdóttir, formaður Tækniþróunarsjóðs, hefur verið valin í 16 manna hóp „Yale World Fellows“ en það er heiti á leiðtogaþróunarverkefni Yale háskóla þar sem leiðtogum af ýmsum sviðum og víða að úr heiminum er boðið að taka þátt í fjögurra mánaða þjálfun á vegum skólans.

„Verkefni Yale World Fellows er að rækta og valdefla net alþjóðavæddra leiðtoga sem eru staðráðnir í að gera heiminn að betri stað,“ segir um verkefnið á heimasíðu þess.

Hrund er annar Íslendingurinn sem hlotnast þessi heiður því árið 2014 tók Þóra Arnórsdóttir þátt í verkefninu.

Frétt mbl.is: Þóra Arnórs á leið í Yale

Á heimasíðunni er Hrund lýst sem ráðgjafa, kvikmyndargerðarmanni, frumkvöðli og rithöfundi. Hrund hefur starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar, UNIFEM í Kósóvó og sem tölfræðingur hjá UNECE. Hún er með BSc gráðu frá Háskóla Íslands og MSc frá London School of Economics.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert