Hafa ítrekað verið sviptir réttindum

Ljóst er að próflausir menn láta sumir slíkt ekki stöðva …
Ljóst er að próflausir menn láta sumir slíkt ekki stöðva sig, þar til lögregla stöðvar þá.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið á Stórhöfða um kvöldmatarleytið í gær. Er ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Ljóst var að hann hafði ekki ökuréttindi þar sem hann hefur ítrekað verið sviptur þeim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Laust eftir miðnætti var önnur bifreið stöðvuð í Vesturbergi. Ók ökumaður þeirrar bifreiðar þrátt fyrir að hafa einnig verið sviptur ökuréttindum ítrekað. Lögreglumenn við vinnu á vettvangi höfðu þá einnig afskipti af manni sem var á göngu þar nærri. Reyndist maðurinn vera með efni sem talið er líklegt að sé fíkniefni.

Skömmu síðar, eða um hálf tvö í nótt, var bifreið stöðvuð á Eiríksgötu. Er ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka