Í takt við stefnu borgarinnar

Húsið með rauða þak­inu er viðbygg­ing við Kringl­una. Meðfram Kringlu­mýr­ar­braut …
Húsið með rauða þak­inu er viðbygg­ing við Kringl­una. Meðfram Kringlu­mýr­ar­braut hafa verið teiknaðar ný­bygg­ing­ar. Teikning/Reitir

„Þarna er verið að nýta miklu betur illa nýtt land í kringum Kringluna," segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um áform fasteignafélagsins Reita um uppbyggingu á Kringlusvæðinu. Fyrirætlanirnar séu því í takt við stefnu borgarinnar um uppbyggingu og betri landnýtingu. 

Hann segir að málið sé ekki komið formlega inn á borð umhverfis- og skipulagsráðs en segir að miðað við það sem hafi komið fram í Morgunblaðinu í dag sé nú líklega hægt að fara að stíga næstu skref í átt að framkvæmdum. Hingað til hafi málið einungis verið á hugmyndastigi. 

Í umfjöllun Morgunblaðsins kom fram að stefnt sé að því að byggja allt að 100 þúsund fer­metra af at­vinnu- og íbúðar­hús­næði við Kringl­una sem nú sé nú rúm­ir 50 þúsund fer­metr­ar og yrði þetta því senni­lega mesta upp­bygg­ing versl­un­ar­hús­næðis hér á landi.

Á meðal þess sem yrði byggt væru versl­anir og skrif­stof­ur, nýtt hót­el en einnig að reisa allt að 250 íbúðir við Kringl­una.

Grein mbl.is: Þrefalda Kringlusvæðið

Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Rax
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert