Svifryk yfir heilsufarsmörkum

Svifryk er á höfuðborgarsvæðinu í dag.
Svifryk er á höfuðborgarsvæðinu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Styrkur svifryks verður líklega yfir sólarhrings-heilsuverndarmörkum í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 31. mars, en mörkin eru 50 µg/m3.

 Í dag er þó nokkur vindur, götur þurrar og engar líkur á úrkomu. Gert er ráð fyrir vætu í nótt og fyrramálið og hæglætisveðri eftir hádegi á morgun sem ætti að draga úr svifryksmengun, segir í frétt frá borginni. 

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til.

Hægt er að fylgjast með styrk svifryks á og annarra mengandi efna á www.reykjavik.is/loftgaedi  en þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík m.a. fastar loftgæðamælistöðvar á Grensásvegi og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er nú staðsettar við leikskólann Stakkaborg í Bólstaðarhlíð 38 og við frístundaheimilið Glaðheima, Holtavegi 11.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert