Á þremur aflandseyjum

Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson.

Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir hefur frá aldamótum byggt upp eignarhaldsfélag sem hefur tengsl við mörg skattaskjól.

Þannig hefur félag hans, Meson Holding, sem er skráð í Lúxemborg, átt að fullu félög í Guernsey og á Kýpur. Þá hafa fulltrúar, eða félög, frá Tortóla á Jómfrúreyjum, Belize og Sviss átt sæti í eignarhaldsfélaginu. Vilhjálmur var skráður í stjórn félagsins árið 2007 en var afskráður 2010.

Vilhjálmur sagði af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar í fyrradag vegna umfjöllunar um eignarhaldsfélagið. Athugun á skjölum félagsins í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar bendir til að Vilhjálmur hafi enn ekki gert fulla grein fyrir fjárfestingum sínum í afsagnarbréfi sínu á Eyjunni.

Þá virðist eignarhaldsfélag hans í Lúxemborg hafa framan af verið skattfrjálst að mestu. Hins vegar ritaði Vilhjálmur á Facebook-síðu í fyrradag að hann hefði ekki skráð félagið í Lúxemborg af skattalegum ástæðum, heldur vegna ókosta krónunnar sem gjaldmiðils. Félagið var með krónu sem uppgjörsmynt þar til í ársbyrjun 2014, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert