Ekki nóg og áfram með vantraustið

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Alþingishúsinu í dag.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í Alþingishúsinu í dag.

Stjórnarandstaðan ætlar að halda áfram með vantraustsyfirlýsingu sína gegn ríkisstjórninni og telur ákvörðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að stíga niður ekki nægt í ljósi aðstæðna. Þetta segja þau Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata og Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, vildu þó ekki ganga svo langt að staðfesta þetta, en að málið væri í skoðun.

Í samtali við mbl.is sagði Árni Páll að þessi ákvörðun Sigmundar væri bara „einn þáttur í þessari dapurlegu atburðarás.“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í Alþingishúsinu í dag.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingar, í Alþingishúsinu í dag.

 Katrín segir atburðarás dagsins furðulega. „Klukkan níu í morgun sagði forsætisráðherra að ríkisstjórnarsamstarfið héngi alls ekki á bláþræði og stæði styrkum fótum. Klukkan 12 var hann mættur á Bessastaði með tillögu um þingrof og kosningar og klukkan þrjú segist hann ætla að stíga til hliðar sem forsætisráðherra og fela sínum varaformanni þetta embætti“ og bætti við „teljum þetta ekki nóg.“

Óttarr Proppé, svolítið skrítinn á svipinn yfir tíðindum dagsins, í …
Óttarr Proppé, svolítið skrítinn á svipinn yfir tíðindum dagsins, í Alþingishúsinu í dag.

Óttar sagðist fagna því að forsætisráðherra hafi séð af sér og tekið þeirri hvatningu að segja af sér. „Breytir því þó ekki að sú siðferðilega kreppa sem íslensk pólitík er í er ekki eingöngu út af hans persónu einni og sér. Það eru því vandræði áfram,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert