Forsetinn segir stöðuna alvarlega

Ólafur Ragnar Grímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Ólafur Ragnar Grímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun funda með formönnum ríkisstjórnarflokkana í dag en hann kom til landsins í morgun. Þetta kemur fram á Vísi.

Í samtali við fréttastofu 365 sagði Ólafur Ragnar stöðuna sem komin sé upp alvarlega og að „forseti þurfi að vera til staðar og þurfi að standa sína plikt.“

Forsetinn var staddur í Bandaríkjunum í einkaerindum en flýtti heimför sinni.

Þá kom Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, einnig heim í morgun frá Bandaríkjunum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í morgun verður það hans fyrsta verk í dag að funda með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, um stöðu stjórnarsambandsins. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun sagði Sigmundur sam­starf rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins, ekki hanga á bláþræði.

„Nei, sam­starfið hang­ir ekki á bláþræði vegna umræðu núna frek­ar en umræðu áður sem oft hef­ur verið hörð. Sam­starf hang­ir ein­göngu á bláþræði ef menn vilja ekki starfa sam­an.“

Í samtali við mbl.is sagðist Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar, ekki hafa heyrt af áætlunum um fund á milli forsætisráðherra og forseta Íslands en sagðist gera ráð fyrir því að fundur Sigmundar og Bjarna færi fram fyrir hádegi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert