Veitti ekki heimild til þingrofs

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var ekki tilbúinn að veita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra heimild til þingrofs líkt og Sigmundur Davíð óskaði eftir á fundi þeirra í hádeginu. 

„Ég hafði ekki ætlað mér að halda hér í dag blaðamannafund á Bessastöðum. Ég tel óhjákvæmilegt í ljósi ummæla forsætisráðherra fyrr í dag og þess fundar sem við höfum átt hér á Bessastöðum að ég geri ykkur og þjóðinni um leið skýra grein fyrir mínum sjónarmiðum og afstöðu til þess erindis sem  hann kom með hingað til Bessastaða,“ sagði Ólafur Ragnar á Bessastöðum rétt í þessu.

Fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Ólafs Ragnars lauk rétt fyrir klukkan hálf eitt. Forsætisráðherra vildi ekki ræða við fjölmiðla eftir fundinn en það gerði Ólafur Ragnar aftur á móti. 

Svona voru samræður Sigmundar Davíðs og blaðamanna eftir fund forsætisráðherra og forseta:

Blaðamaður: Hvert var efni þessa fundar?
Sigmundur Davíð: Við vorum að spjalla. 
Blaðamaður: Verður þingrof? Verður þing rofið að þinni ósk? Hver er niðurstaða fundarins?
Sigmundur Davíð: Við sjáum til með þetta allt saman. 
Blaðamaður: Kemur það í ljós í dag? Ætlar þú að halda áfram sem forsætisráðherra?
Sigmundur Davíð: Bless, bless! 

Ólafur Ragnar sagði að þeir Sigmundur Davíð hefðu rætt saman í síma í gær og ákveðið að þeir myndu hittast á Bessastöðum kl. 13 í dag. Forsætisráðherra óskaði aftur á móti eftir því kl. 11 í morgun að þeir myndu hittast fyrr. Ákvað Ólafur Ragnar að verða við þeirri ósk og frestaði hann fundi sem hann hafði ætlað að eiga með forseta Kýpur sem er í opinberri heimsókn hér á landi. 

Sagði Ólafur Ragnar að erindi Sigmundar Davíð hefði verið að kanna afstöðu hans og óska eftir því að hann veitti honum heimild til að rjúfa þing nú eða síðar. Með Sigmundi Davíð voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu bréf meðferðis sem óskað var eftir að forseti undirritaði. 

Ólafur Ragnar sagði að þeir Sigmundur hefðu rætt málið nokkuð lengi og að hann hefði útskýrt afstöðu sína. „Forseti hlýtur að meta hvort stuðningur sé við þá ósk hjá ríkisstjórnarflokkunum og hvort líklegt sé að þingrof leiði til farsællarar niðurstöðu, bæði fyrir þjóðina og stjórnarfarið í landinu,“ sagði Ólafur Ragnar. 

Forsetinn sagði að forsætisráðherra hefði ekki getað fullvissað hann um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til að verða við þingrofsbeiðninni. Í ljósi þess tjáði Ólafur Ragnar honum að hann væri ekki tilbúinn til þess, nú eða án þess að hafa rætt við formann flokksins eða jafnvel formenn annarra flokka, að veita honum heimild til að rjúfa þing. 

Verður að vera skýrt hverjir stjórni

Þá sagði hann jafnframt að þegar það kæmi að spurningunni um þingrof snerist hún ekki aðeins um hvort þingið væri rofið heldur einnig hverjir færu þá með stjórn landsins fram að að því að ný ríkisstjórn yrði mynduð í kjölfar kosninga. Sagði Ólafur að dæmin sýndu að það gæti oft tekið langan tíma, jafnvel nokkra mánuði.

„Um leið og ég tek afstöðu til slíkrar óskar [um þingrof] verður það að vera skýrt hverjir fari þá með stjórn landsins á meðan kosningar fara fram og á þeim tíma sem líður á milli þeirra og að ný stjórn sé mynduð,“ sagði Ólafur. Sagði hann þó jafnframt alveg ljóst að krafa flokka á Alþingi og víðar í samfélaginu væri sú að þingkosningar færu fram. Sagði hann þá kröfu á margan hátt eðlilega miðað við þær umræður og atburði sem hafa orðið hér á landi.

Mun forseti funda með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, eftir nokkrar klukkustundir. Í framhaldi af þeim fundi ætlar forseti að óska eftir fundi með forseta Alþingis og meta í framhaldinu hvort hann muni óska eftir fundi með formönnum annarra flokka. 

Sagði Ólafur Ragnar að hann vissi að það væri harla óvenjulegt að forseti samþykkti að ræða við fjölmiðla í framhaldi af fundi sínum með forsætisráðherra en regla sé að fundir fari fram í trúnaði. Bætti hann við að óeðlilegt hefði verið að hann gerði ekki grein fyrir svari sínu í ljósi yfirlýsingar Sigmundar Davíð á Facebook eftir fund þeirra Bjarna í morgun. 

Þá sagði hann jafnframt ekki við hæfi að forseti væri dreginn inn í atburðarrás sem ætti sér stað frá einni klukkustund til annarrar og vísaði þá til komu Sigmundar á Bessastaði í dag.

Þá áréttaði hann það að þjóðin þyrfti að ná samstöðu um farsæla lendingu í þessu málið. „Það er of mikið í húfi fyrir þjóðina, almenning og orðspor Íslands,“ sagði Ólafur.

Ólafur Ragnar var meðal annars spurður hvort hann ætlaði að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands. Vildi hann ekki svara þeirri spurningu beint.

Ólafur Ragnar ræðir við blaðamenn á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar ræðir við blaðamenn á Bessastöðum. mbl.is/Eggert
Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag. mbl.is/Eggert
Frá Bessastöðum í hádeginu.
Frá Bessastöðum í hádeginu. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...