Veitti ekki heimild til þingrofs

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var ekki tilbúinn að veita Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra heimild til þingrofs líkt og Sigmundur Davíð óskaði eftir á fundi þeirra í hádeginu. 

„Ég hafði ekki ætlað mér að halda hér í dag blaðamannafund á Bessastöðum. Ég tel óhjákvæmilegt í ljósi ummæla forsætisráðherra fyrr í dag og þess fundar sem við höfum átt hér á Bessastöðum að ég geri ykkur og þjóðinni um leið skýra grein fyrir mínum sjónarmiðum og afstöðu til þess erindis sem  hann kom með hingað til Bessastaða,“ sagði Ólafur Ragnar á Bessastöðum rétt í þessu.

Fundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Ólafs Ragnars lauk rétt fyrir klukkan hálf eitt. Forsætisráðherra vildi ekki ræða við fjölmiðla eftir fundinn en það gerði Ólafur Ragnar aftur á móti. 

Svona voru samræður Sigmundar Davíðs og blaðamanna eftir fund forsætisráðherra og forseta:

Blaðamaður: Hvert var efni þessa fundar?
Sigmundur Davíð: Við vorum að spjalla. 
Blaðamaður: Verður þingrof? Verður þing rofið að þinni ósk? Hver er niðurstaða fundarins?
Sigmundur Davíð: Við sjáum til með þetta allt saman. 
Blaðamaður: Kemur það í ljós í dag? Ætlar þú að halda áfram sem forsætisráðherra?
Sigmundur Davíð: Bless, bless! 

Ólafur Ragnar sagði að þeir Sigmundur Davíð hefðu rætt saman í síma í gær og ákveðið að þeir myndu hittast á Bessastöðum kl. 13 í dag. Forsætisráðherra óskaði aftur á móti eftir því kl. 11 í morgun að þeir myndu hittast fyrr. Ákvað Ólafur Ragnar að verða við þeirri ósk og frestaði hann fundi sem hann hafði ætlað að eiga með forseta Kýpur sem er í opinberri heimsókn hér á landi. 

Sagði Ólafur Ragnar að erindi Sigmundar Davíð hefði verið að kanna afstöðu hans og óska eftir því að hann veitti honum heimild til að rjúfa þing nú eða síðar. Með Sigmundi Davíð voru embættismenn forsætisráðuneytisins sem höfðu bréf meðferðis sem óskað var eftir að forseti undirritaði. 

Ólafur Ragnar sagði að þeir Sigmundur hefðu rætt málið nokkuð lengi og að hann hefði útskýrt afstöðu sína. „Forseti hlýtur að meta hvort stuðningur sé við þá ósk hjá ríkisstjórnarflokkunum og hvort líklegt sé að þingrof leiði til farsællarar niðurstöðu, bæði fyrir þjóðina og stjórnarfarið í landinu,“ sagði Ólafur Ragnar. 

Forsetinn sagði að forsætisráðherra hefði ekki getað fullvissað hann um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til að verða við þingrofsbeiðninni. Í ljósi þess tjáði Ólafur Ragnar honum að hann væri ekki tilbúinn til þess, nú eða án þess að hafa rætt við formann flokksins eða jafnvel formenn annarra flokka, að veita honum heimild til að rjúfa þing. 

Verður að vera skýrt hverjir stjórni

Þá sagði hann jafnframt að þegar það kæmi að spurningunni um þingrof snerist hún ekki aðeins um hvort þingið væri rofið heldur einnig hverjir færu þá með stjórn landsins fram að að því að ný ríkisstjórn yrði mynduð í kjölfar kosninga. Sagði Ólafur að dæmin sýndu að það gæti oft tekið langan tíma, jafnvel nokkra mánuði.

„Um leið og ég tek afstöðu til slíkrar óskar [um þingrof] verður það að vera skýrt hverjir fari þá með stjórn landsins á meðan kosningar fara fram og á þeim tíma sem líður á milli þeirra og að ný stjórn sé mynduð,“ sagði Ólafur. Sagði hann þó jafnframt alveg ljóst að krafa flokka á Alþingi og víðar í samfélaginu væri sú að þingkosningar færu fram. Sagði hann þá kröfu á margan hátt eðlilega miðað við þær umræður og atburði sem hafa orðið hér á landi.

Mun forseti funda með Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, eftir nokkrar klukkustundir. Í framhaldi af þeim fundi ætlar forseti að óska eftir fundi með forseta Alþingis og meta í framhaldinu hvort hann muni óska eftir fundi með formönnum annarra flokka. 

Sagði Ólafur Ragnar að hann vissi að það væri harla óvenjulegt að forseti samþykkti að ræða við fjölmiðla í framhaldi af fundi sínum með forsætisráðherra en regla sé að fundir fari fram í trúnaði. Bætti hann við að óeðlilegt hefði verið að hann gerði ekki grein fyrir svari sínu í ljósi yfirlýsingar Sigmundar Davíð á Facebook eftir fund þeirra Bjarna í morgun. 

Þá sagði hann jafnframt ekki við hæfi að forseti væri dreginn inn í atburðarrás sem ætti sér stað frá einni klukkustund til annarrar og vísaði þá til komu Sigmundar á Bessastaði í dag.

Þá áréttaði hann það að þjóðin þyrfti að ná samstöðu um farsæla lendingu í þessu málið. „Það er of mikið í húfi fyrir þjóðina, almenning og orðspor Íslands,“ sagði Ólafur.

Ólafur Ragnar var meðal annars spurður hvort hann ætlaði að endurskoða ákvörðun sína um að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands. Vildi hann ekki svara þeirri spurningu beint.

Ólafur Ragnar ræðir við blaðamenn á Bessastöðum.
Ólafur Ragnar ræðir við blaðamenn á Bessastöðum. mbl.is/Eggert
Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson, ræddi við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í dag. mbl.is/Eggert
Frá Bessastöðum í hádeginu.
Frá Bessastöðum í hádeginu. mbl.is/Eggert
mbl.is

Innlent »

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

16:19 Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Sóttu slasaðan mótorhjólamann

16:01 Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

14:47 Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist þann 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst út frá því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

Byssumaðurinn er ófundinn

14:30 Tveir karlmenn, sem handteknir voru af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu. Meira »

„Versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur rústrauðir og beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur, rústrauðir eða beige 100% visa raðgreiðslur....
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...