Afgreiðsla fjárlaga gæti tafist

Fjárlaganefnd Alþingis fundar.
Fjárlaganefnd Alþingis fundar. mbl.is/Styrmir Kári

Ekki er hægt að útiloka að þingkosningar sem hin nýja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar áformar í haust skapi erfiðleika við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2017. Lögum samkvæmt þarf að samþykkja fjárlög næsta árs fyrir áramót.

Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir að vegna tímafrekrar fjárlagavinnu á haustþingi séu það ekki kjöraðstæður að kjósa til Alþingis á þeim tíma. Reyndar megi segja að það séu ekkert frekar kjöraðstæður að kjósa nú í vor vegna nálægðarinnar við forsetakosningarnar.

„En þetta er yfirstíganlegt verkefni,“ segir hann og er bjartsýnn á að Alþingi og ríkisstjórn ráði fram úr þessu, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert