Samþykktu miðlunartillöguna

Hér má sjá niðurstöðu kosningar um miðlunartillöguna.
Hér má sjá niðurstöðu kosningar um miðlunartillöguna. mbl.is/Árni Sæberg

Miðlunartillaga ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík var samþykkt með 61,5% atkvæða. 330 voru á kjörskrá og greiddu 282 atkvæði. 

173 sögðu já, 105 nei (37,23%) og fjórir seðlar voru auðir. 

Stjórn ISAL samþykkti tillöguna. 

Rík­is­sátta­semj­ari taldi ljóst að frek­ari sáttaum­leit­an­ir um þau atriði sem út af stóðu í þess­ari deilu myndi ekki bera ár­ang­ur. Sátta­semj­ari lagði því fram miðlunartillögu til lausnar deilunni. 

Frétt mbl.is: Miðlunartillaga í álversdeilu

Útskipun á áli Straumsvík
Útskipun á áli Straumsvík Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert