Kallar formenn til fundar

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hefur boðað formenn stjórnarandstöðuflokkanna til fundar í dag til þess að ræða framvinduna á þinginu fram að kosningum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Í gær fóru fram þingflokksfundir allra flokka á þingi nema Sjálfstæðisflokksins. Almennt ræddu flokkarnir um stöðu mála í stjórnmálunum auk þess sem rætt var um málefni sem verða á oddinum í kosningabaráttunni sem framundan er, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að flýta flokksþingi enda sé sú ákvörðun á hendi miðstjórnar og landsstjórnar flokksins en ekki þingflokksins sjálfs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert