Gen hafa áhrif á „fyrsta skiptið“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Golli

Gen eru einn þeirra þátta sem hafa áhrif á hvenær fólk byrjar að stunda kynlíf. Genin hafa m.a. áhrif á kynþroskaaldur og hvort fólk er líklegt eða ekki til að vera með áhættusækinn persónuleika. Þeir sem erfa þau gen frá foreldrum sínum að vera áhættusæknir, eða hvatvísir, eru líklegri til að prófa kynlíf fyrr en hinir. Þetta sýnir nýleg rannsókn sem gerð var við Cambridge-háskóla á Englandi.

Íslensk erfðagreining tók þátt í hluta rannsóknarinnar og segir Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið í dag að framlag þess hafi varðað það hvenær fólk eignist sín fyrstu börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert