Spurðu út í rannsóknarnefnd

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Eggert

Þingmenn stjórnarandstöðunnar spurðu um það hvort tillaga Vinstri grænna um að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna skattaskjóla Íslendinga í aflandsfélögum, nái fram að ganga.

„Ég hef varað við því að það verði sett upp rannsóknarnefnd þingsins sem fari að rannsaka skattamál einstaklinga og fyrirtækja,“ svaraði Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði mikilvægt að taka þessi mál föstum tökum. „Það er mjög tortryggilegt að menn séu með undanbrögð í þessum efnum.“

Treystir ríkinu fyrir rannsókn 

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði út í umfang málsins og taldi að það kynni að vera á bilinu 600 til 800 milljarðar króna ef það væri svipað umfangs og erlendis. Sagði hann nauðsynlegt að fá að vita meira um tengsl Íslendinga við skattaskjól. „Ég treysti ríkinu fullkomlega til að standa fyrir slíkri rannsókn,“ sagði Össur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert