Leituðu snekkju Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Slitastjórn Glitnis leitaði m.a. að peningum fyrir sölu á snekkju í tilraun sinni til að hafa uppi á eignum sem hana grunaði að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið undan í kjölfar efnahagshrunsins. Snekkjan hét OneOOne og var skráð á Cayman-eyjum.

Þetta er m.a. þess sem fram kemur í ítarlegri grein um viðskipti Jóns Ásgeirs Jóhannssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, í Kjarnanum í dag. 

Frétt mbl.is: Segir frétt Kjarnans alranga

Í dag hafa Kjarninn og Stundin birt fréttir úr gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca, svokölluðum Panama-skjölum. Þetta er fyrsta stóra umfjöllun íslenskra miðla upp úr skjölunum frá því þáttur Kastljóss og Reykjavik Media var sýndur sunnudaginn 3. apríl.

Í morgun hafa miðlarnir einbeitt sér í fréttum sínum að því sem fram kemur um Jón Ásgeir og Ingibjörgu í skjölunum. 

Félög sem Jón Ásgeir stýrði fyrir hrunið árið 2008 áttu m.a. ráðandi hluti í FL Group og ásamt helstu viðskiptafélögum sínum hafði Jón Ásgeir „tögl og haldir í Glitni banka,“ segir í umfjöllun Kjarnans þar sem viðskipti Jóns Ásgeirs fyrir hrun eru m.a. rakin og einnig hver staða fyrirtækja og félaga hans varð í kjölfar þess. 

Þrátt fyrir mikla baráttu fyrir því að halda eignum sínum varð hvert félagið sem hann átti hlut í á fætur öðru gjaldþrota og kröfuhafaröðin sem á eftir honum gekk lengdist í sífellu,“ skrifar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í umfjöllun sinni um málið. „Samanlagðar skuldir félaganna sem Jón Ásgeir kom að námu á annað þúsund milljarða króna. Á móti voru einhverjar eignir, en í tilfellum margra þeirra voru þær ekki miklar. Til að mynda er gert ráð fyrir að sjö milljarðar króna fáist upp í alls 240 milljarða króna kröfur í þrotabú fjárfestingafélagsins Baugs Group, sem Jón Ásgeir stýrði.“

Snekkja kennd við 101

Þá er rifjað upp að kröfuhafar hafi reynt hvað þeir gátu til að komast yfir einhverjar eignir. „Slitastjórn Glitnis fékk meira að segja í gegn að allar þekktar eignir hans voru frystar með dómsúrskurði í Bretlandi árið 2010 og við þá málsmeðferð sór Jón Ásgeir að hann ætti ekkert meira en það sem þar var tilgreint. Slitastjórnin var ekki sannfærð og réð meðal annars rannsóknarfyrirtækið Kroll til að reyna að hafa upp á frekari eignum sem hún grunaði Jón Ásgeir um að hafa komið undan. Samkvæmt frystingarbeiðninni, sem Kjarninn hefur undir höndum, var slitastjórnin meðal annars að leita að afrakstri sölu snekkju, sem bar heitið OneOOne og var skráð til heimilis á Cayman-eyjum.“

Nafn snekkjunnar, OneOOne, vísar væntanlega til 101 en Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, átti hótel sem vísaði til póstnúmersins og sömuleiðis voru mörg félög í hennar eigu kennd við þetta númer.

Peningahimnar og mannheimar

Skiptastjórar í þrotabúum félaga sem tengjast hjónunum skoðað tilfærslur á eignum sem áttu sér stað innan þeirra rétt fyrir hrun og í kjölfra þess. Með litlum árangri. „Peningarnir virtust hafa farið til peningahimna,“ skrifar Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans.

Svo virðist þó sem að einhverjir peningar hafi reyndar haft áframhaldandi viðveru í mannheimum, líkt og Þórður orðar það. „Í skjölum lögfræðistofunnar Mossack Fonseca frá Panama, sem láku út í fyrra og eru nú til umfjöllunar í fjölmiðlum víða um heim, er varpað ljósi á hvert hluti þeirra fór. Hann fór til Panama.“

Hér má lesa ítarlegar fréttir Kjarnans um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Æsileg eftirleit á aðventu

16:41 Allt frá tímum Fjalla Bensa, sem segir af í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, hefur tíðkast að fara til eftirleita á aðventunni og leita eftirlegukinda. Nú á dögum velja menn sér samt auðveldari ferðamáta en tvo jafnfljóta, enda hefur tækninni fleygt fram þó kindurnar séu ekkert sáttari við að láta fanga sig. Meira »

Eldur kom upp í timburhúsi á Grettisgötu

16:16 Eldur kom upp í þaki húss við Grettisgötu nú síðdegis. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað á vettvang og greiðlega gekk að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum þaðan. Meira »

„Það lendir alltaf einhver í honum“

15:56 Konur í fjölmiðlum stigu í dag fram undir merkjum #fimmtavaldsins og sögðu meðal annars sögur sínar í tengslum við störf innan greinarinnar. Má þar lesa fjölmargar sögur um áreitni, óviðeigandi kynferðislegt tal, mismunun og kynferðislegt ofbeldi sem konurnar hafa orðið fyrir. Meira »

Kvartanir yfir Braga ekki „meintar“

15:30 Velferðarráðuneyti segir það ekki rétt að Barnaverndarstofu hafi gengið erfiðlega að fá gögn um tiltekin mál líkt og Barnaverndarstofa haldi fram. Einnig áréttar ráðuneytið að kvartanir frá barnaverndarnefndum í garð forstjóra Barnaverndarstofu séu ekki „meintar“ því þær liggja fyrir. Meira »

Jarðvarmavirkjun með aðkomu Íslendinga

15:22 Jarðvarmavirkjunin Pico Alto var formlega gangsett við hátíðlega athöfn á eyjunni Terceira, sem er hluti Azoreyjaklasans og tilheyrir Portúgal, 20. nóvember, en íslenskir aðilar komu að verkefninu. Orkustofnun var þannig ráðgjafi fyrir Uppbyggingasjóð EES, sem kom að fjármögnun verkefnisins, við mótun og framkvæmd orkuáætlunarinnar frá upphafi. Veitti sjóðurinn 3,7 milljónir evra til þess. Meira »

50.000 hafa lýst upp myrkrið

14:40 Á fyrstu dögum herferðar mannréttindasamtakanna Amnesty International hafa meira en 50 þúsund manns skrifað undir yfirlýsingu um tíu mál þar sem mannréttindi eru brotin úti í heimi. Herferðin nefnist Bréf til bjargar lífi og var hápunktur hennar ljósainnsetning á Hallgrímskirkju. Meira »

Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

14:32 Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar. Meira »

Konur í fjölmiðlum stíga fram

14:33 238 fjölmiðlakonur, bæði núverandi og fyrrverandi, segja núverandi ástand, í tengslum við áreitni, kynbundna mismunun og kynferðisofbeldi, ekki vera boðlegt og að þær krefjist breytinga. Hafa þær einnig sent frá sér 72 sögur af áreitni og kynferðislegu ofbeldi í tengslum við starf sitt. Meira »

Skjálftahrinan að mestu yfirstaðin

14:12 Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardagskvöld í Skjaldbreið er að mestu yfirstaðin.  Meira »

Fyrirtöku í lögbannsmáli frestað

13:30 Fyrirtöku í máli Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur verið frestað um eina viku. Meira »

Flugvirkjar funda vegna Icelandair

13:19 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara.  Meira »

Lögmaður handtekinn og gögn haldlögð

12:53 Aðalmeðferð í máli fjög­urra ein­stak­linga, þriggja karl­manna og einn­ar konu, sem ákærð eru fyr­ir pen­ingaþvætti, hélt áfram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Fyrri hluti aðalmeðferðar fór fram í héraðsdómi á föstudag þar sem allir sakborningar gáfu skýrslu. Meira »

Hraðhleðslustöðvum fjölgar

12:52 Orka náttúrunnar (ON) opnar á næstunni fjórar nýjar hlöður fyrir rafbíla við hringveginn. Verðið á hraðhleðslu verður 39 krónur á mínútuna og munu algeng not af hraðhleðslu kosta fjögur til sex hundruð krónur skiptið. Salan hefst 1. febrúar 2018. Meira »

Helga ráðin yfirritstjóri Birtíngs

12:49 Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur verið ráðin yfirritstjóri útgáfufélagsins Birtíngs, sem gefur út fríblaðið Mannlíf og tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Meira »

Bifreið brann í Kömbunum

12:00 Eldur kviknaði í bifreið í Kömbunum á tíunda tímanum í morgun. Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði fóru á vettvang og slökktu eldinn. Ökumaður var einn í bifreiðinni þegar að eldurinn kom upp og varð honum ekki meint af. Meira »

Lögregla rannsakar gögn úr myndavélum

12:50 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins þar sem ungur piltur, Klevis Sula, var stunginn til bana á Austurvelli miði ágætlega. Íslendingur á þrítugsaldri stakk Sula og félaga hans aðfaranótt sunnudags fyrir viku en hinn aðilinn hlaut ekki alvarlega áverka. Meira »

Taka að sér nefndaformennsku

12:11 Stjórnarandstaðan hefur ákveðið að taka að sér formennsku í þeim þremur fastanefndum Alþingis sem ríkisstjórnin bauð fram, það er í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Meira »

Fljúga yfir sigkatli Öræfajökuls

11:44 Flogið verður yfir Öræfajökul í dag til að mæla yfirborð hans og skoða sigketilinn betur. Að sögn Einars Hjörleifssonar, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er flugvélin farin á loft og um borð er maður á vegum stofnunarinnar með myndavél. „Það virðast vera ágætis skilyrði yfir jöklinum.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Óléttubekkur aðeins 70.000 beige eða cinnamon á litinn
Egat Era Óléttubekkur www.egat.is sími 8626194 Verð:70.000 vatns og olíuheldur...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....