Leituðu snekkju Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Slitastjórn Glitnis leitaði m.a. að peningum fyrir sölu á snekkju í tilraun sinni til að hafa uppi á eignum sem hana grunaði að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið undan í kjölfar efnahagshrunsins. Snekkjan hét OneOOne og var skráð á Cayman-eyjum.

Þetta er m.a. þess sem fram kemur í ítarlegri grein um viðskipti Jóns Ásgeirs Jóhannssonar og eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, í Kjarnanum í dag. 

Frétt mbl.is: Segir frétt Kjarnans alranga

Í dag hafa Kjarninn og Stundin birt fréttir úr gögnum frá lögmannsstofunni Mossack Fonseca, svokölluðum Panama-skjölum. Þetta er fyrsta stóra umfjöllun íslenskra miðla upp úr skjölunum frá því þáttur Kastljóss og Reykjavik Media var sýndur sunnudaginn 3. apríl.

Í morgun hafa miðlarnir einbeitt sér í fréttum sínum að því sem fram kemur um Jón Ásgeir og Ingibjörgu í skjölunum. 

Félög sem Jón Ásgeir stýrði fyrir hrunið árið 2008 áttu m.a. ráðandi hluti í FL Group og ásamt helstu viðskiptafélögum sínum hafði Jón Ásgeir „tögl og haldir í Glitni banka,“ segir í umfjöllun Kjarnans þar sem viðskipti Jóns Ásgeirs fyrir hrun eru m.a. rakin og einnig hver staða fyrirtækja og félaga hans varð í kjölfar þess. 

Þrátt fyrir mikla baráttu fyrir því að halda eignum sínum varð hvert félagið sem hann átti hlut í á fætur öðru gjaldþrota og kröfuhafaröðin sem á eftir honum gekk lengdist í sífellu,“ skrifar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, í umfjöllun sinni um málið. „Samanlagðar skuldir félaganna sem Jón Ásgeir kom að námu á annað þúsund milljarða króna. Á móti voru einhverjar eignir, en í tilfellum margra þeirra voru þær ekki miklar. Til að mynda er gert ráð fyrir að sjö milljarðar króna fáist upp í alls 240 milljarða króna kröfur í þrotabú fjárfestingafélagsins Baugs Group, sem Jón Ásgeir stýrði.“

Snekkja kennd við 101

Þá er rifjað upp að kröfuhafar hafi reynt hvað þeir gátu til að komast yfir einhverjar eignir. „Slitastjórn Glitnis fékk meira að segja í gegn að allar þekktar eignir hans voru frystar með dómsúrskurði í Bretlandi árið 2010 og við þá málsmeðferð sór Jón Ásgeir að hann ætti ekkert meira en það sem þar var tilgreint. Slitastjórnin var ekki sannfærð og réð meðal annars rannsóknarfyrirtækið Kroll til að reyna að hafa upp á frekari eignum sem hún grunaði Jón Ásgeir um að hafa komið undan. Samkvæmt frystingarbeiðninni, sem Kjarninn hefur undir höndum, var slitastjórnin meðal annars að leita að afrakstri sölu snekkju, sem bar heitið OneOOne og var skráð til heimilis á Cayman-eyjum.“

Nafn snekkjunnar, OneOOne, vísar væntanlega til 101 en Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, átti hótel sem vísaði til póstnúmersins og sömuleiðis voru mörg félög í hennar eigu kennd við þetta númer.

Peningahimnar og mannheimar

Skiptastjórar í þrotabúum félaga sem tengjast hjónunum skoðað tilfærslur á eignum sem áttu sér stað innan þeirra rétt fyrir hrun og í kjölfra þess. Með litlum árangri. „Peningarnir virtust hafa farið til peningahimna,“ skrifar Þórður Snær, ritstjóri Kjarnans.

Svo virðist þó sem að einhverjir peningar hafi reyndar haft áframhaldandi viðveru í mannheimum, líkt og Þórður orðar það. „Í skjölum lögfræðistofunnar Mossack Fonseca frá Panama, sem láku út í fyrra og eru nú til umfjöllunar í fjölmiðlum víða um heim, er varpað ljósi á hvert hluti þeirra fór. Hann fór til Panama.“

Hér má lesa ítarlegar fréttir Kjarnans um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...