Óska skýringa á aflandseignum

Skrifstofur Mossack Fonseca í Panama.
Skrifstofur Mossack Fonseca í Panama. AFP

Nöfn framkvæmdastjóra tveggja íslenskra lífeyrissjóða er að finna í Panamaskjölunum, eins og kom fram í Kastljósi í gær. Þeir tilkynntu stjórnum sjóðanna ekki um aflandsfélög sem þeim tengdust. Kári Arnór Kárason sagði af sér sem framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs. Hinn er Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sameinaða lífeyrissjóðsins.

Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins, sagði í gærkvöldi í samtali við Morgunblaðið að stjórninni hefði ekki gefist tækifæri til að ræða málið við Kristján Örn.

Stjórnarfundur verður hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum á morgun og einnig ársfundur. Þorbjörn sagði að stjórnin myndi væntanlega óska eftir skýringum frá framkvæmdastjórann á stjórnarfundinum. Hann kvaðst ekki hafa hugmynd um hver niðurstaða þess samtals yrði. Þorbjörn kvaðst aðspurður telja ljóst að einhver umræða yrði um málið á ársfundinum og að sjóðsfélagar myndu vilja fá skýringar.

Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins,
Þorbjörn Guðmundsson, varaformaður stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins, SteinarH
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert