„Ryðja út heiðarlegu viðskiptafólki“

„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga,
„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga," sagði Guðrún. mbl.is/Styrmir Kári

Guðrún Johnsen lektor í fjármálum og fyrrum rannsakandi hjá rannsóknarnefnd Alþingis, telur það ekki eiga að vera í forgrunni hvort skattar hafi verið greiddir heldur hvaða áhrif aflandsfélög hafi á virkni viðskiptalífsins. Þetta kom fram í Kastljósi kvöldsins þar sem rætt var við Guðrúnu.

Guðrún sagði opinberanir Panamaskjalanna hvalreka fyrir þá sem stunda rannsóknir á skattamálum. Eins séu þær tækifæri til að skilja til hlítar þá dýnamík sem skapast í kringum aflandsfélögin og byggja upp betra regluumhverfi í kringum fyrirtækjarekstur.

Hún rifjaði upp þá niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar að íslenskir bankar hefðu gefið út óhemju mikið af skuldabréfum á erlendum mörkuðum og fært það fjármagn heim til Íslands.

„Og þegar þeir eru komnir til Íslands þá þurfa þeir auðvitað að koma þeim pening í vinnu. Þeir gerðu það með því að búa til fyrirtækja samstæður eða fyrirtækjavef, vef fyrirtækja sem voru tengd með eignarhaldi og rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti þessa fjármagns sem kom til landsins fór í lán til þeirra sem áttu líka bankana.“

Stór hluti lánanna var veittur í gegnum félög sem voru ekki innan lögsögu Íslands og rannsóknarnefndin. Heimildir rannsóknarnefndarinnar náðu aðeins til íslensku bankanna en Guðrún segir henni þó hafa tekist það sem staðfest var í Panamalekanum, að komast að því að fyrirtækin sem bankamenn hvöttu til að sett væru upp voru tengd fólki sem hafði þá náð eignarhaldi af bönkunum sjálfum.

Ruðningsáhrif aflandsfélaga

„Ef við förum yfir það, þá er alveg ljóst að þeir sem eru í þessari aðstöðu, bæði að fá lán út úr bankakerfinu, koma upp félögum í erlendri eigu, fela eignarhaldið, fá arðinn út úr kerfinu - bæði taka þeir þá ekki gengisáhættu á Íslandi, þeir borga ekki skatta, hugsanlega,  á Íslandi og eru ósýnilegir. En eftir að höftum var aflétt í áföngum hafa þeir getað komið með peningana aftur inn í íslenskt hagkerfi á 20% afslætti, að meðaltali,“ sagði Guðrún.

„Það má kalla þetta ákveðin ruðningsáhrif aflandsfélaga, það er að segja, það er verið að ryðja út heiðarlegu viðskiptafólki sem ætlar sér að borga samviskusamlega til samfélagsins og  byggja upp heilbrigt viðskiptalíf. Það á í rauninni engan sjens gagnvart svona viðskiptamönnum, sem í krafti þess að hafa ekki borgað skatta og skyldur - að öllum líkindum - geta keypt félög sem hér hafa verið til sölu frá hruni, á mun hærra verði en hinir sem ekki hafa farið þessar leiðir.“

„Stöðug barátta“

Guðrún sagði mikilvægt að horfa á málið heilstætt. Það sem gerðist fyrir hrun hafi verið í sérflokki og að það væri allt öðruvísi bankastarfsemi viðhöfð á Íslandi í dag og að hún teldi engan áhuga fyrir þeim starfsháttum sem viðhafðir voru áður. Hún sagði þó ekkert hægt að fullyrða.

„Það er í raun stöðug barátta bæði á Íslandi og útum allan heim að halda úti heilbrigðu fjármálakerfi og það er bara vakt sem þarf að standa; bæði stjórnir félaganna, fjármálaeftirlit og auðvitað stjórnmálamenn.“

Hún sagði það þó ljóst að ef stjórnmálamenn eru studdir af auðjöfrum sem hafa efnast á því að fara á svig við lögin væri hætta á því að regluverkið væri sett upp þannig að „þessir gerningar“ væru gerðir löglega. Hún sagðist þó telja vitundarvakningu í samfélaginu um að kerfi síðstu áratuga væri ekki að þjóna hagsmunum almennings.

„Ef að almenningur krefst þess ekki að leikreglunum sé breytt þá auðvitað gerist ekki neitt en almenningur krefst þess ekki nema þá aðeins að þeir átti sig á því að kerfið hafi verið að vinna gegn þeim.“

Guðrún Johnsen sagði opinberun Panamaskjalanna hvalreka.
Guðrún Johnsen sagði opinberun Panamaskjalanna hvalreka.
mbl.is

Innlent »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...