Gerði nýja auglýsingu í stað Hörpu-klúðursins

Myndskeiðsbrotið frá Íslandi sem endaði í auglýsingu fyrir Rhode Island.
Myndskeiðsbrotið frá Íslandi sem endaði í auglýsingu fyrir Rhode Island.

Tannlæknir bjó til sína eigin auglýsingu fyrir ferðamennskuiðnaðinn á Rhode Island og borgaði fyrir sýningu á henni í sjónvarpi í kjölfar mikils markaðssetningarklúðurs ríkisins þar sem sambærileg auglýsing á vegum þess innihélt myndskeið frá Íslandi.

Frétt mbl.is: Segir af sér vegna Hörpu-klúðurs

Auglýsing ríkisins sem gefin var út  í mars með mikilli viðhöfn var fljótt tekin úr birtignu eftir að í ljós kom að það hófst með myndum af Hörpu við Reykjavíkurhöfn. Tannlæknirinn Stephen Skoly frá Cranston segist hafa séð mistökin og hugsað „Við gætum gert mikið betur“.

Skoly er eigandi framleiðslufyrirtækis og bjó til sitt eigið 30 sekúndna myndband með myndskeiðum úr ríkinu ásamt slagorðinu „Sea Rhode Island“. Hann sagði gerð myndbandsins hafa kostað um 575 Bandaríkjadali og auglýsingapláss í svæðissjónvarpi, CNN og víðar hafi kostað um 3.000 dali.

„Við gerðum þetta fyrir lága upphæð og ég held að það sé betra en það sem þeir eyddu afskaplega miklum pening í. Þetta eru mín litlu, hárfínu mótmæli gagnvart því hversu óvarlega þeir fara með fjármagnið okkar, að því stigi að það geri skattgreiðendur pirraða.“

Skoly segir engann frá ríkinu hafa haft samband við hann vegna auglýsingarinnar. Hann sé sjálfur ekki viss um hvað hann ætli að gera við hana, það fari eftir því hvernig aðrir bregðast við henni.

Ekki kemur fram í frétt ABC um málið hvort Skoly lesi sjálfur inn á myndbandið, en það er vel þess virði að hlusta á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert