Miko Peled kemur til Íslands

Miko Peled.
Miko Peled.

Ísraelski rithöfundurinn Miko Peled er væntanlegur til landsins og mun halda fyrirlestur í Iðnó fimmtudagskvöldið 28. apríl klukkan 20:00 í boði Félagsins Íslands – Palestínu.

Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að hann muni jafnframt árita og hafa til sölu bók sína The General‘s Son: Journey of an Israeli in Palestine ssem hlotið hafi bæði umtal og lof.

„Saga Miko Peled er um margt merkilegt. Þessi fyrrum hermaður og sonur ísraelskrar stríðshetju missti systurdóttir sína í sjálfsmorðsárás og átti í kjölfarið þátt í stofnun samtaka Ísraela og Palestínumanna sem misst hafa ástvini í átökunum. Hann hefur síðan gagnrýnt harðlega stefnu ísraelskra yfirvalda, beitt sér fyrir sniðgöngu á ísraelskum vörum sem leið til að aflétta hernáminu og talað fyrir svokallaðri eins-ríkis lausn.“

Frekari upplýsingar um Peled og fundinn má finna á Facebook en viðburðurinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert