Rekstrarafgangur ekki af hinu góða

Landspítalinn skilaði rekstrarhagnaði í fyrra.
Landspítalinn skilaði rekstrarhagnaði í fyrra. Eggert Jóhannesson

Tugmilljóna rekstrarafgangur Landspítalans er ekki til kominn af góðu heldur spöruðu verkföll á síðasta ári ríkisvaldinu launakostnað upp á hundruð milljóna króna sem endurspeglast nú í afkomutölum. Þetta segir BHM, en félagsmenn þeirra voru meðal þeirra sem fóru í verkföll á síðasta ári.

Ljóst er að ef ekki hefði komið til þessara verkfalla hefði mikill halli orðið á rekstrinum. „Jákvæð“ rekstrarniðurstaða spítalans á síðasta ári er því ekki komin til af góðu, enda er hún fengin á kostnað starfsfólks og með skertri þjónustu við sjúklinga,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Vekur BHM sérstaklega athygli á ákvörðun spítalans um að greiða ljósmæðrum ekki laun fyrir vinnuframlag þeirra í verkfallinu. Bandalagið hefur gert alvarlegar athugasemdir við þessa ákvörðun og fimm ljósmæður hafa nú höfðað mál gegn ríkinu, enda mikið réttlætismál að fá henni hnekkt, að sögn félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert