Selja í 880 nýjar búðir

Árni Geir Pálsson segir sölu Icelandic Group að aukast.
Árni Geir Pálsson segir sölu Icelandic Group að aukast. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Geir Pálsson, forstjóri Icelandic Group, segir samning við Publix-verslanakeðjuna marka tímamót í rekstri félagsins.

Samningurinn hafi enda tryggt dreifingu í 880 stórmarkaði Publix á Flórída, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Árni Geir segir fleira í undirbúningi til að styrkja stöðuna vestanhafs; til dæmis að kynna vörulínuna The Saucy Fish Co. fyrir Bandaríkjamönnum. Hún hafi notið mikilla vinsælda í Bretlandi og kynnt vörur Icelandic Group fyrir fjölda nýrra neytenda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert