Verði vísir að miðbæ í Borgarnesi

Borgarbraut 57-59. Nýi miðbæjarkjarninn verður vestan við Hyrnuna.
Borgarbraut 57-59. Nýi miðbæjarkjarninn verður vestan við Hyrnuna. Teikning/Sigursteinn Sigurðsson arkitekt/Birt með leyfi

Gangi áætlanir eftir verður nýtt fjögurra stjarna hótel opnað við Borgarbraut í Borgarnesi haustið 2017.

Við hlið þess verður fjölbýlishús með íbúðum fyrir eldri borgara og á jarðhæð nýr þjónustukjarni með veitingahúsi og verslunum. Framkvæmdin er dæmi um hvernig ör vöxtur ferðaþjónustu er að styrkja innviði á landsbyggðinni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Skóflustunga var tekin að mannvirkjunum í gær. Snorri Hjaltason, fjárfestir og byggingarmeistari, segir verkefnið kosta um tvo milljarða króna. Stefnt sé að því að uppbyggingin taki 18 mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert