Drekinn í viðgerð á Hjaltlandseyjum

Drekinn Haraldur Hárfagri.
Drekinn Haraldur Hárfagri. Ljósmynd/Arne Terje Saether

Norska víkingaskipið Drekinn Haraldur hárfagri leitaði til hafnar í Leirvík á Hjaltlandseyjum vegna smávægilegrar bilunar í reiða.

Þetta gerðist á fyrsta degi siglingarinnar og skipið var ekki farið frá Hjaltlandseyjum í gærkvöldi.

Ljóst er að koma Drekans til Reykjavíkur tefst um einhverja daga. Skipið hélt frá Haugasundi í Noregi á þriðjudagsmorgunn með 30 manna áhöfn. Ferðinni er heitið til Ameríku með viðkomu á Íslandi og Grænlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert