Fjárfest fyrir 62 milljarða

Fjölgun ferðafólks hefur áhrif.
Fjölgun ferðafólks hefur áhrif. mbl.is/Styrmir Kári

Áætlað er að fjárfesting í ferðaþjónustu hafi numið 62 milljörðum á síðasta ári. Það er um fimmtungur af heildaratvinnuvegafjárfestingu ársins. Kemur þetta fram í úttekt Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).

„Já, en nú má kannski segja að fjárfestingin sé afleiðing mikillar eftirspurnar á undanförnum árum og það eru væntingar um að hún haldi áfram,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF þegar hún er spurð í Morgunblaðinu í dag hvort aukin fjárfesting sé bein afleiðing fjölgunar ferðamanna.

Á síðasta ári komu tæplega 1,3 milljónir erlendra ferðamanna til Íslands, tæplega 30% fleiri en árið áður. Búist er við enn frekari fjölgun í ár og því kemur það skýrsluhöfundum ekki á óvart að fjárfesting í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu vegi þungt í atvinnulífinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert