Misjafnt hvað börnin borða fyrir mikið

Leikskólabörn eru alltaf á ferðinni og þurfa því hollan mat.
Leikskólabörn eru alltaf á ferðinni og þurfa því hollan mat. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Leikskólabörn á Seltjarnarnesi fá að borða fyrir 450 krónur á dag á meðan leikskólabörn í Reykjavík borða fyrir 308 krónur.

Þá borga foreldrar á Seltjarnarnesi 785 kr. lægra fæðisgjald á mánuði en foreldrar í Reykjavík, sé miðað við fulla vistun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Á Seltjarnarnesi er sameiginlegt mötuneyti fyrir leik- og grunnskóla og allar starfsstöðvar bæjarins, öll innkaup eru því á einni hendi. Í Reykjavík er unnið að því að hagræða í hráefnisinnkaupum fyrir leikskóla en þar sem þær hagræðingaraðgerðir hófust ekki fyrr en núna í apríl er ekki komið í ljós hvort hagræðing hafi náðst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert