Ofbeldi í kynferðisbrotum barna

Í Barnahúsið koma börn sem grunur leikur á um að …
Í Barnahúsið koma börn sem grunur leikur á um að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Um 20% koma vegna brota annarra barna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Börn alveg niður í þriggja og hálfs árs hafa komið í viðtöl í Barnahúsi sakir þess að þau hafa sætt óviðeigandi kynhegðun annarra barna, svo sem áreitni eða ofbeldi.

Flest brotin felast í káfi eða þukli, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Alls koma 40 til 50 börn á ári í Barnahús vegna þessa og yfir lengri tíma eru þau flest á aldrinum 13-14 ára. Í flestum tilvikum eru stúlkur þolendur og drengir gerendur. Stundum er upphaf mála kynferðislegir leikir sem vinda upp á sig og enda sem alvarleg brot, en í tilvikum barna eru þau jafnvel gróf og líkamlegu ofbeldi beitt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert