Skörp skil á landinu

Eins og gervitunglamynd sem tekin var í hnetti frá NASA …
Eins og gervitunglamynd sem tekin var í hnetti frá NASA í vikunni sýnir var autt á láglendi á Suður- og Vesturlandi og alveg norður í Skagafjörð. Ljósmynd/Nasa

Vegir víða á Norður- og Austurlandi lokuðust þegar snjó kyngdi niður í vorhreti sem gekk yfir í fyrrinótt og gærdag.

Björgunarmenn fóru til aðstoðar fólki sem festi bíla sína til dæmis við Dettifoss, en ýmsum vanda var afstýrt með lokun þjóðvega til dæmis milli Mývatns og Jökuldals.

Þá voru aðrar leiðir bókstaflega ófærar svo sem Fjarðarheiðin milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Varð það til þess að um 900 farþegar skemmtiferðaskips sem þar lagðist að komust ekki í skoðunarferðir upp á Hérað. Í gærkvöldi var veður eystra farið að ganga niður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert