Þorgerður Katrín ekki í forsetann

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands.

Þetta upplýsti hún í þættinum Vikunni með Gísla Marteini í Ríkisútvarpinu í kvöld. Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að gefa áfram kost á sér í embættið hefði ráðið mestu um það.

„Ég er búin að gera endanlega upp hug minn og hef ákveðið að gefa ekki kost á mér,“ sagði Þorgerður Katrín. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert