Borg á heimsmælikvarða fer að nálgast þolmörkin

„Reykjavík er sannarlega gleði- og viðburðaborg,“ segir Jakob Frímann meðal …
„Reykjavík er sannarlega gleði- og viðburðaborg,“ segir Jakob Frímann meðal annars í viðtalinu í Morgunblaðinu í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

„Alls 24 túristaverslanir á Laugaveginum gæti verið vísbending um hættu á fullmikilli einsleitni á kostnað sjarmans,“ segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar.

Tími göngugatna í miðborg Reykjavíkur hefst í dag. Með sumargötum á að auðga mannlíf og bæta aðgengi gangandi og hjólandi fólks, segir í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur einnig fram að skv. könnun séu um ¾ aðspurðra jákvæðir fyrir framtakinu, sem á sér nokkurra ára sögu. En hvernig líkar kaupmönnum og öðrum sem eru með rekstur í miðborginni þetta?

„Sumir eru sáttir en aðrir ekki – nú einkum þeir sem starfa á neðri hluta Skólavörðustígs. Hvað sem því líður verður að kappkosta að gera þessar götur aðlaðandi og áhugaverðar og að þar séu ýmsir viðburðir,“ segir Jakob Frímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert