Telur nægan tíma til stefnu

Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forsætisráðherra telur nægan tíma til stefnu til þess að afgreiða þau mál sem eru í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir næstu þingkosningar með þeim hætti að vönduð og fagleg stjórnsýsla sé höfð í heiðri.

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson á Alþingi í dag í svari við fyrirspurn frá Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata. Birgitta sagðist ekki sjá hvernig ætti að komast yfir það að afgreiða þann fjölda mála sem til stæði að afgreiða. Spurði hún ráðherrann hvernig hann sæi fyrir sér að hægt yrði að standa að málum svo bragur væri að. Spurði hún einnig um frumvörp um fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskránni í því sambandi.

Sigurður Ingi minnti á óskað hefði verið eftir því við forsætisnefnd Alþingis að starfsáætlun þingsins yrði endurskoðuð til þess að hægt yrði að ljúka þessum málum. Ennfremur rifjaði hann upp að til stæði að þingið starfaði eins lengi fram í júní og hægt yrði án þess að raska forsetakosningunum og undirbúningi þeirra. Síðan yrði komið saman aftur í ágúst að loknum sumarfríum. Þar með yrði fjöldi þingdagar nægir.

Sagðist forsætisráðherra ennfremur að varðandi breytingar á stjórnarskránni sagðist hann telja að þar væri um að ræða góðar breytingar eins og um auðlindir í eigu þjóðar og aukna aðkomu kjósenda að ákvörðunum. Lýst hann vilja sínum til þess að tryggja að þær næðu fram að ganga. Þegar stjórnarskrárnefnd hefði endanlega lokið störfum þyrfti að taka málið upp á vettvangi formanna stjórnmálaflokkanna og ákveða hvernig best væri að lenda því.

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert